Ekki tekist að sefa landeigendur
Tveir eigenda Stafneslands á Suðurnesjum hafa ásamt fulltrúum Hollustverndar og heilbrigðiseftirlits Suðurnesja skoðað jarðvegshauga sem ekið hefur verið af svokölluðu Nikkelsvæði og standa nú á landi varnarliðsins nokkur hundruð metra frá landamerkjum Stafneslandsins. Annar landeigendanna, Gísli Hermannsson, segir embættismennina árangurslaust hafa reynt að sefa ótta landeigandanna við mengunarhættu af olíublönduðu jarðvegshaugunum. "Miðað við það sem á undan er gengið er erfitt að trúa þessu. Til dæmis hafa engin efni verið sett í haugana sem eiga að koma í gang örverunum sem ætlað er að éta olíuna úr þeim. Okkur er þó sagt að það eigi að gerast á næstunni," segir Gísli.
Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Magnúsi H. Guðjónssyni, framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, að öll olía yrði hreinsuð úr haugunum af Nikkelsvæðinu á næstu tveimur til þremur árum. Þá yrði efnið notað til að hylja eldri öskuhauga sem fyrir eru á Stafnesi. Skipulagstofnun hefur sagt að framkvæmdin sé ekki umhverfismatsskyld.
Þess má geta að gömlu öskuhaugarnir hafa ekki haft starfsleyfi frá því þeir voru teknir í notkun fyrir tæpum 20 árum. Bergur Sigurðsson, umhverfisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirlitinu, segir að úr því verði bætt á næstu vikum. Mikilvægast sé að eftirlit með haugunum hafi ávalt verið í lagi.
En hver vegna var efnið ekki haft áfram á Nikkelsvæðinu fyrst hægt er að hreinsa það með árangursríkum hætti? Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur samvinnu við varnarliðið um hreinsun Nikkelsvæðisins og er ábyrg fyrir efnisflutningunum. Gunnar Gunnarsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofunnar, segir rannsóknir hafa leitt til áðurgreindrar niðurstöðu. "Svæðið er hreinsað vegna þess að varnarliðið er að fara að skila því til okkar. Í stað þess að taka úr efnisnámum á Reykjanesi til að hylja gömlu öskuhaugana er efnið tekið þarna. Efnið er ágætt til þess þegar það hefur verið hreinsað. Það er líka styttra í það," segir Gunnar.
Frá þessu er greint á Vísir.is
Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Magnúsi H. Guðjónssyni, framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, að öll olía yrði hreinsuð úr haugunum af Nikkelsvæðinu á næstu tveimur til þremur árum. Þá yrði efnið notað til að hylja eldri öskuhauga sem fyrir eru á Stafnesi. Skipulagstofnun hefur sagt að framkvæmdin sé ekki umhverfismatsskyld.
Þess má geta að gömlu öskuhaugarnir hafa ekki haft starfsleyfi frá því þeir voru teknir í notkun fyrir tæpum 20 árum. Bergur Sigurðsson, umhverfisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirlitinu, segir að úr því verði bætt á næstu vikum. Mikilvægast sé að eftirlit með haugunum hafi ávalt verið í lagi.
En hver vegna var efnið ekki haft áfram á Nikkelsvæðinu fyrst hægt er að hreinsa það með árangursríkum hætti? Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur samvinnu við varnarliðið um hreinsun Nikkelsvæðisins og er ábyrg fyrir efnisflutningunum. Gunnar Gunnarsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofunnar, segir rannsóknir hafa leitt til áðurgreindrar niðurstöðu. "Svæðið er hreinsað vegna þess að varnarliðið er að fara að skila því til okkar. Í stað þess að taka úr efnisnámum á Reykjanesi til að hylja gömlu öskuhaugana er efnið tekið þarna. Efnið er ágætt til þess þegar það hefur verið hreinsað. Það er líka styttra í það," segir Gunnar.
Frá þessu er greint á Vísir.is