Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ekki talið að skjálftar tengist eldsumbrotum á Reykjaneshrygg
Miðvikudagur 11. maí 2005 kl. 10:02

Ekki talið að skjálftar tengist eldsumbrotum á Reykjaneshrygg

Steinunn Jakobsdóttir á eðlisfræðissviði Veðurstofu Íslands telur ekki að eldsumbrot séu hafin á Reykjaneshrygg en mikil skjálftavirkni hefur verið á hryggnum frá því síðdegis í gær. „Þetta eru óvenju stórar og þéttar skjálftahrinur en það er ekkert sem bendir til gosóróa,“ sagði Steinunn við Fréttavef Morgunblaðsins.

Að sögn Steinunnar hófst skjálftavirknin suður og suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg á fjórða tímanum í gær. Hefur hún gengið yfir í miklum hrinum, tveimur í gær og gærkvöldi en svo einkum og sér í lagi frá miðnætti.

Samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum mælinga eru skjálftarnir flestir á bilinu 3-4 stig á Richterskvarða.

Skjálftarnir hafa að mestu verið á svæði á milli 62. og 63. gráðu norðlægrar breiddar eða 150-200 kílómetra frá Reykjanestá, að sögn Steinunnar.

„Þetta eru bara venjulegar jarðskjálftahrinur og ekkert einsdæmi á þessum slóðum þótt þessar hræringar séu reyndar óvenju stórar og þéttar. Síðast var mikil virkni á þessum slóðum árið 1990,“ sagði Steinunn Jakobsdóttir sem settist í morgun við rannsóknir á mælingunum.

Af vef Veðurstofunnar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024