Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki talið að eldurinn hafi brotist út með saknæmum hætti
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 28. apríl 2023 kl. 11:16

Ekki talið að eldurinn hafi brotist út með saknæmum hætti

Ekki er talið að eldur hafi brotist út með saknæmum hætti þegr einn skipverji lést á skipinu Grímsnesi GK 55 aðfaranótt síðasta þriðjudags. Sjö skipverjar voru um borð og liggur einn þungt haldinn á sjúkrahúsi og er haldið sofandi. Vonir standa til að rannsókn lögreglu geti upplýst um eldsupptök.

Rannsókn um borð í skipinu er lokið og hefur það verið afhent eigendum og tryggingafélagi til umráða.  Lögregla vinnur nú úr rannsóknargögnum með aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024