Ekki slakað á í útivistarmálum í Reykjanesbæ
Forvarnar- og útivistarmál á Ljósanótt í Reykjanesbæ voru til umfjöllunar á síðasta fundi Tómstunda- og íþróttaráðs Reykjanesbæjar. Þar segir að þrátt fyrir að vel hafi tekist til að þessu sinni með afskipti m.a. af unglingum þetta kvöld og nótt, verði hvergi slakað á í útivistarmálum barna og ungmenna og þeim skilaboðum verði komið til foreldra að á Ljósanótt er lögð rík áhersla á samveru fjölskyldunnar og að ábyrgðin er foreldranna að útivistarreglurnar séu virtar.Tómstunda- og íþróttaráð lýsir ánægju með starfrækslu upplýsinga- og öryggismiðstöðvar að Hafnargötu 8 og þakkar eigendum hússins fyrir afnotin. Jafnframt þakkar TÍR félögum í Púttklúbbi Suðurnesja fyrir veitta aðstoð, m.a. við að liðsinna týndum börnum.