Ekki sammála ráðningu verkefnastjóra
„Sjálfstæðisflokkurinn situr hjá í máli er tengist ráðningu verkefnastjóra við flutning bókasafnsins í Hljómahöll og segir í bókun að hann hafi áður lagt áherslu á að ekki sé tímabært að taka ákvörðun um flutninginn fyrr en heildarmynd er komin á áhrifin á aðrar stofnanir og starfsemi Hljómahallar auk kostnaðaráætlunar við verkefnið í heild sinni.
Ljóst er að kostnaðurinn við verkefnastjórn eingöngu slagar hátt upp í þá áætlun sem sett var fram í skýrslu forseta bæjarstjórnar þar sem rökin fyrir ákvörðun meirihlutans komu fram.“ Málið var til umræðu á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 2. apríl.