Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki pláss fyrir alla umsækjendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Miðvikudagur 6. apríl 2011 kl. 15:53

Ekki pláss fyrir alla umsækjendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

„Við höfum auðvitað ekki pláss fyrir alla umsækjendur. Ríkið hefur ekkert útlistað þetta fyrir okkur en við fréttum þetta fyrst í Fréttablaðinu á laugardaginn,“ sagði Kristján Ásmundsson, skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í samtali við Víkurfréttir í dag.

Öllum umsækjendum í framhaldsskóla, sem eru 25 ára og yngri og uppfylla inngönguskilyrði, verður tryggð skólavist næsta haust. Þetta kemur fram í drögum að aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir aðilum vinnumarkaðarins síðasta föstudag.

„Það verður fundur með mennta- og menningarmálaráðuneytinu á mánudaginn og þar fáum við vonandi að vita eitthvað nánar um þetta. Við heyrðum á mánudaginn í þessari viku að þetta væri efnislega rétt en við erum samt sem áður búin að kortleggja allt námsframboð hér á svæðinu og komum til með að auglýsa það nánar seinna. Vinnumálastofnun er búin að ráða námsráðgjafa sem verður hér hjá okkur og mun vera til viðtals,“ sagði Kristján.

Talið er að þessar aðgerðir muni kosta ríkissjóð um 850 milljónir króna á ári. Auk þessa gera drög stjórnvalda ráð fyrir því að starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur verði fjölgað úr 1.500 í 3.000 á þessu ári, en það mun lækka útgjöld Vinnumálastofnunar um 400 milljónir króna vegna lægri bótagreiðslna.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024