Ekki nægileg þörf fyrir frystivörugeymslu
„Að svo stöddu virðist ekki vera nægileg þörf fyrir frystivörugeymslu sem fyrirhuguð var á landfyllingu við Suðurgarð,“ segir í fundargögnum síðasta fundar hafnarstjórnar Grindavíkurhafnar.
Þá segir að huga þarf að því að finna hafsækið fyrirtæki sem hefur áhuga eða þörf á því að staðsetja starfsemi sína á landfyllingu við Suðurgarð.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				