Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki náðist í nægjanlegan fjölda til að knýja fram prestkosningu
Sr. Erla Guðmundsdóttir nýkjörinn sóknarprestur með prestunum Skúla Ólafssyni og Sigfúsi Ingvasyni og Arnóri Vilbergssyni organista.
Fimmtudagur 23. júlí 2015 kl. 18:51

Ekki náðist í nægjanlegan fjölda til að knýja fram prestkosningu

Um 800 manns skrifuðu nafn sitt á undirskriftalista um að það færi fram kosning um starf prests í Keflavíkursókn. Um 1400 undirskriftir þurfti til að knýja fram kosningu en síðasti frestur til að skila inn listanum var í gær. „Þetta er bara niðurstaðan. Það verður ekkert út þessu. Það var greinilega unnið gegn þessu, ég veit ekki af hverju. Við vildum bara fá að kjósa lýðræðislega um prest alveg eins og gert var með sóknarprest,“ sagði Leifur Ísaksson íbúi í Keflavik og forsvarsmaður fyrir undirskriftasöfnuninni við VF.

Leifur sagði að þetta væri erfiður tími til að ná til fólks á miðju sumri. Hann sagðist ekki hrifinn af því að valnefnd væri með það hlutverk að velja prest. Það væri eðlilegra að sóknarbörn fengju að kjósa um það. „Það er sannarlega réttur fólksins. En það eru auðvitað líka annamarkar á kosningum. Presta- og guðfræðistéttin virðist ekki hrifin af kosningum. Það eru plúsar og mínusar í þessu,“ sagði Leifur sem starfaði á sínum tíma í áratug í sóknarnefnd Njarðvíkurkirkju og fjögur ár í varastjórn Keflavíkursóknar.
Biskup auglýsti nýlega stöðu prests við Keflavíkurkirkju í annað sinn eftir að hafa hafnað tillögu valnefndar. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024