Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki mikil aukning í veitingageiranum í Grindavík vegna eldgossins
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 17. júlí 2023 kl. 12:37

Ekki mikil aukning í veitingageiranum í Grindavík vegna eldgossins

Veitingaaðilar í Grindavík hafa átt gott sumar og sjá ekki teljandi mun eftir að eldgosið hófst í síðustu viku. Þeir benda þó á að gossvæðið hefur verið lokað undanfarna daga og eflaust muni umferðin aukast um leið og opnað verður en yfir höfuð sjá þeir ekki mikinn mun og eru sammála um að áhugi Íslendinga hefur minnkað frá því að fyrst gaus árið 2021.

Rakel Gunnlaugsdóttir er rekstrarstjóri Bryggjunnar. „Það er munur á þessu gosi núna og síðast en þá fundum við fyrir mjög miklum áhuga. Það er kannski eitthvað meiri umferð, fólk hefur verið að koma til að labba að gosinu en úr varð fýluferð því það var ekki opið. Yfir höfuð hefur sumarið verið gott, það er mikil umferð erlendra ferðamanna sem fara Reykjaneshringinn, hann er alltaf að verða vinsælli. Við opnum kl. 11 og erum alltaf með mjög margt í hádegismat en svo lokum við uppi kl. 17. Við erum með opið til kl. 21 niðri og höfum verið að prófa að vera með lifandi tónlist þar, ekki á uppstilltu sviði með mikrófón, heldur er tónlistarmaðurinn á meðal fólksins og spilar. Þetta hefur komið vel út og við munum halda því eitthvað áfram, tala nú ekki um þegar hægt verður að sitja úti á palli, veðrið hefur bara ekki boðið nógu mikið upp á það til þessa,“ sagði Rakel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024