Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki meiri stóriðja í Helguvík
Miðvikudagur 5. apríl 2017 kl. 13:19

Ekki meiri stóriðja í Helguvík

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar bannar frekari mengandi starfsemi


Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að banna frekari mengandi stóriðnað í sveitafélaginu. Samþykkt var nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru talsverðar breytingar á iðnaðarsvæðinu við Helguvík.

„Við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregaðst fyrr við,“ sagði Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú þegar hafa þrjú fyrirtæki fengið leyfi til stóriðju á svæðinu. Auk kísilverksmiðju United silicon þá er fyrirhugað að Thorsil reisi samskonar verksmiðju í Helguvík. Norðurál hefur svo leyfi fyrir álveri sem talið er ólíklegt að muni taka til starfa.