Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki lofthræddur málari á Garðskaga
Mánudagur 10. ágúst 2009 kl. 17:16

Ekki lofthræddur málari á Garðskaga


Málari sem var við störf í Garðskagavita í dag getur varla talist lofthræddur. Hann var standandi uppi á ljóshúsinu í vitanum í ca. 28 metra hæð þar sem hann var að mála með appelsínugulum lit.
Vitinn á Garðskaga hefur síðustu daga verið málaður að innan, auk þess sem ljóshúsið hefur verið málað.



Eins og sjá má á myndunum er málarinn uppi á ljóshúsinu að mála með sinni appelsínugulu málningu. Á neðri myndinni sést vel hversu hátt uppi málarinn er.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024