Ekki lengur mesta atvinnuleysið á Suðurnesjum
Í fyrsta sinn í áraraðir mælist atvinnuleysi á Suðurnesjum ekki það mesta á landinu. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var atvinnuleysi á Suðurnesjum í apríl síðastliðnum 2,6 prósent. Atvinnuleysi á landinu öllu var 2,5 prósent í apríl og var mest á höfuðborgarsvæðinu, eða 2,7 prósent. Minnst er atvinnuleysið á Norðurlandi vestra, eða 1,4 prósent.