Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki lengur kvennavinnustaður
Sunnudagur 20. febrúar 2011 kl. 14:38

Ekki lengur kvennavinnustaður

Bókasafn Reykjanesbæjar er ekki lengur kvennavinnustaður en slíkur var veruleikinn í hartnær tvo áratugi eftir að Hulda Björk Þorkelsdóttir tók við stöðu forstöðumanns af Hilmari Jónssyni í júní 1992.

„Síðata vígið féll“ þegar Þór Fjalar Hallgrímsson, bókasafns- og upplýsingafræðingur kom til starfa árið 2009 en síðan þá hafa tveir bæst í hópinn, Steinar Jóhannsson, nemi í bókasafns- og upplýsingafræði og Aron Leifsson, verkfræðinemi. Hér sjást þeir í áðurnefndri röð, en á vaktaskiptunum sl. föstudag voru bara karlmenn á vakt. Slík sjón er ekki algeng á Bókasafninu, segir á vef Reykjanesbæjar.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024