Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki lagaheimild fyrir Spkef
Fimmtudagur 4. ágúst 2011 kl. 16:56

Ekki lagaheimild fyrir Spkef

Ríkið hafði ekki heimild til að stofna nýjan sparisjóð þegar ákveðið var að reka Spkef í sparisjóðsformi í stað hlutafélags í apríl 2010. Frá þessu er greint í Viskiptablaðinu í dag.

Ríkið nýtti sér heimild neyðarlaga í lögum um fjármálafyrirtæki til að stofna Spkef en þau veittu ríkinu eingöngu heimild til að stofna hlutafélag með starfsleyfi sem viðskiptabanki en ekki sparisjóður. Lágmarks eigið fé þessara tveggja tegunda starfsleyfa er mismunandi.

Nýr sparisjóður hefði því þurft að fá starfsleyfi á hefðbundinn hátt hjá Fjármálaeftirlitinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024