Ekki krakkar á andvökunótt sem unnu skemmdarverk í Garði
Nokkuð víst þykir að krakkarnir sem voru á andvökunótt í Gerðarskóla hafi ekki átt þátt í skemmdarverkunum sem unnin voru í garðinum á Gerðarvegi 7b eins og fram kom á vefsíðu Víkurfrétta á mánudag. Kristjana Vilborg Einarsdóttir, starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að krakkarnir hefðu hagað sér mjög vel og engin læti hafi verið í þeim frekar en vanalega.Samkvæmt íbúa í Garðinum sem hafði samband við Víkurfréttir eftir helgi bárust mikil læti frá skólanum en svo virðist sem það sé ekki rétt. Vilborg, eða Bogga eins og hún er kölluð, fullyrti í samtali við blaðið að krakkarnir á andvökunótt félagsmiðstöðvarinnar hefðu ekki átt þátt í þessum skemmdarverkum þar sem þau hafi verið innandyra mest allan tímann. Krakkarnir fengu aðeins að líta út þar sem veðrið mjög gott en þá fór Bogga út með þeim og þar að leiðandi hefði hún orðið vitni að því ef krakkarnir hefðu verið með læti. Svo var þó ekki.
Bogga sagði enn fremur að ekki hefðu allir unglingar í Garði verið á andvökunóttinni og því hefðu þetta alveg getað verið einhverjir aðrir.
Bogga sagði enn fremur að ekki hefðu allir unglingar í Garði verið á andvökunóttinni og því hefðu þetta alveg getað verið einhverjir aðrir.