Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki kosið um álver, segir bæjarstjóri
Laugardagur 13. janúar 2007 kl. 18:42

Ekki kosið um álver, segir bæjarstjóri

Fjölmiðlar hafa í dag haft eftir Árna Sigfússyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, að ekki verði kosið um álver í Helguvík. Samtökin Sól á Suðurnesjum hafa sett fram þá kröfu að íbúar á Suðurnesjum fái að kjósa um málið, líkt og íbúar Hafnarfjarðar fá að kjósa um stækkun álvers í Straumsvík.

Á fréttavef RUV í dag segir að Árni útiloki að íbúar fái að greiða atkvæði um málið, það njóti mikils stuðnings og verði vel kynnt. Unnið hafi verið að málinu í tvö ár og það kynnt með ýmsum hætti. Þá hafi skoðanakannanir í tvígang sýnt að mikill meirihluti Suðurnesjamanna sé fylgjandi álveri. Árni bendir einnig á að vinstri grænum hafi ekki gengið vel í bæjarstjórnarkosningunum í vor, þótt þeir hafi sett þetta mál á oddinn.

Á vef Víkurfrétta var nýverið skoðanakönnun þar sem spurt var hvort fólk vildi að álver risi í Helguvík. Niðurstöðurnar voru þær að 774 eða 50% svöruðu játandi. 643 eða 41% svöruðu spurningunni neitandi og 122 eða 7% voru hlutlausir.

Mynd: Frá fundi Sólar á Suðurnesjum í gærkvöld. Samtökin setja fram þá lýðræðislegu kröfu að íbúar á Suðurnesjum fái að kjósa um það hvort álver verði byggt í Helguvík. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024