Ekki komi til hækkunar á fasteignaskatti í Reykjanesbæ
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að stefnt skuli að því að lækka álagningarstuðul í Reykjanesbæ þannig að ekki komi til hækkunar á fasteignaskatti vegna breytingar á fasteignamati sem taka á gildi 2020.
Samkvæmt gögnum Þjóðskrár Íslands er hækkun á fasteignamati upp á 8,6% í Reykjanesbæ árið 2020.