Ekki í flughæfu ástandi
Þessi skarfur varð á vegi ljósmyndara Víkurfrétta við olíuhöfnina í Helguvík í gær. Hann virtist grútarblautur og var ekki í flughæfu ástandi, vappaði um uppi á hafnarbakkanum og inn á milli stórgrýtis í bryggjuveggnum. Síðan hljóp hann út í fjöruna og út í sjó en virtist ekki ná sér alveg á flug og kom aftur upp.
Tvær tegundir skarfa má finna á Íslandi, dílaskarfurinn og toppskarfur. Varpstofn dílaskarfs á Íslandi er um 3000 pör, en á síðari áratugum hafa verið kringum 500 hreiður skerjum og hólmum í Faxaflóa og um 2500 hreiður í Breiðafirði. Báðar skarfategundirnar eru staðfuglar hér innanlands, en þar með er ekki sagt að þær haldi sig á sömu slóðum allan ársins hring. Dílaskarfur dreifist að vetrinum með ströndum allt í kringum land. Ungar og talsvert af fullorðnum fuglum yfirgefa varpstöðvarnar vestanlands í júlí-september og flakka víða.
VF-myndir/Páll Ketilsson.
Skarfurinn hegðaði sér greinilega ekki venjulega og líklegt að grúturinn á vængjum hans hafi komið í veg fyrir að hann gæti flogið.