EKKI HASS Í HAFNASAMLAGINU!
Kjartan Már Kjartansson (B) lagði fram tillögu, á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag, þess efnis að bæjarstjórn Reykjanesbæjar beini þeim tilmælum til stjórnar Hafnarsamlags Suðurnesja að það breyti skammstöfun samlagsins. Núverandi skammstöfun samlagsins er H.A.S.S. og Kjartan Már benti einnig á að netfang þess væri [email protected]. Þetta sagði hann að væri mjög svo óviðeigandi í alla staði. Ellert Eiríksson (D), bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagðist taka heilshugar undir orði Kjartans.Þorsteinn Erlingsson (D) kom með þá hugmynd að hægt væri að breyta skammstöfuninni í H.A.F.S. og netfangið gæti e.t.v. verið [email protected], sem væri öllu smekklegra.Tillaga Kjartans Más var samþykkt 11:0.