Ekki hægt að útiloka að skjálftavirkni hafi losað um brennisteinsdíóxíð undir Fagradalsfjalli
Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands settu upp á dögunum DOAS mælitæki upp á Húsafell sem mæla (SO2) í andrúmslofti. Einn af þessum mælum sýndu merki um að brennisteinsdíóxíð (SO2) væru til staðar í andrúmsloftinu yfir sigdalnum frá Sundhnúkagígum suður til Grindavíkur, bæði í dag og í gær.
Vegna þess hversu ónæmar þessar mælingar verða í skammdeginu tók nokkurn tíma að fara yfir og túlka þessi gögn. Austlægar áttir hafa verið undanfarna daga og ekki er hægt að útiloka að skjálftavirkni síðustu daga hafi náð að losa um SO2 í einhverjum hluta kvikugangsins undir Fagradalsfjalli sem ekki er ennþá storknaður síðan í gosinu í ágúst, segir í frétt frá Veðurstofu Íslands.