Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki hægt að nýta Hópið og niðurrif samþykkt
Hópið skemmdist í jarðhræringum í vetur. Myndir: Almannavarnir
Þriðjudagur 6. ágúst 2024 kl. 11:35

Ekki hægt að nýta Hópið og niðurrif samþykkt

Ekki er hægt að nýta knattspyrnuhúsið Hópið í Grindavík á öðrum stað með því að taka húsið niður og flytja. Nú liggur fyrir að umtalsverðar formbreytingar hafa orðið á stálvirki hússins og annað burðarvirki er altjónað. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur.

Á fundinum var lagt fram tilboð í niðurrif á Hópinu frá HP Gámum og Jóni og Margeir ehf. að fjárhæð 26.797.400 kr. Bæjarstjórn samþykkti tilboðið samhljóða og fól sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024