Ekki grundvöllur fyrir sumarmötuneyti
Ekki er talinn grundvöllur fyrir rekstri sumarmötuneytis á vegum Reykjanesbæjar. Í ljósi upplýsinga um töluverða fjölgun á áskrift í mötuneyti meðal grunnskólabarna í Reykjanesbæ var ákveðið að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því meðal foreldra að reka sambærilegt mötuneyti fyrir börn í sumar. Svo er ekki, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar.
Í samráði við skólamat.is var lagt til að boðin yrði máltíð í áskrift á kr. 450 og yrði eitt mötueyti grunnskóla Reykjanesbæjar opið í þeim tilgangi í sumar með aðstoð frá nemum í Vinnuskóla Reykjanesbæjar.
Kannaður var vilji foreldra grunnskólanemenda í Reykjanesbæ og var niðurstaðan sú að meirihluti taldi ekki þörf á þjónustunni
Skólamatur.is verður þó með starfsemi í sumar og er tilbúið að bregðast við með litlum fyrirvara ef aðstæður breytast, segir á vef Reykjanesbæjar
---
VFmynd/elg - Börn í Heiðarskóla við matarborðið.