Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki góð reynsla af því að færa starfsmenn neðar í skipulagi Isavia
Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Mánudagur 9. mars 2015 kl. 19:31

Ekki góð reynsla af því að færa starfsmenn neðar í skipulagi Isavia

 

„Umsvif Isavia á Keflavíkurflugvelli eru í örri þróun með tilheyrandi endurbótum og hagræðingu í rekstri. Breytingar hafa m.a. verið gerðar á skipulagi flugverndar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem miða að því að stytta boðleiðir og auka skilvirkni. Við þessar breytingar lögðust af þrjú störf og bauðst viðkomandi starfsmönnum að gera samkomulag um starfslok. Isavia óskar ekki að fjalla um einstaka starfsmenn á opinberum vettvangi en forstjóri félagsins hefur greint Ásmundi Friðrikssyni þingmanni frá umræddum skipulagsbreytingum,“ segir Friðþór Eydal, fulltrúi yfirstjórnar og talsmaður Isavia, við fyrirspurn Víkurfrétta um uppsögn þriggja starfsmanna í síðustu viku. Um var að ræða fyrrverandi yfirmenn flugvallagæslu við Keflavíkurflugvöll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stundin greindi frá því í dag að mennirnir þrír telji að um sé að ræða geðþóttaákvörðun og þeir hafi verið óþægilegir fyrir yfirstjórnina. Ásmundur Friðriksson sagðist í sömu umfjöllun ætla að fylgja málinu efti

Friðþór segir að yfir 700 fastráðnir starfsmenn séu jafnan hjá félaginu auk starfsmanna í dótturfélögum, alls 916 stöðugildi 2014. „Stafsmannavelta Isavia hefur verið að meðaltali 6,7% sl. fjögur ár sem er umtalsvert lægra hlutfall en almennt gildir á vinnumarkaðnum. Reynsla af því að færa starfsmenn neðar í skipulagi fyrirtækisins er ekki góð.“