Ekki framfaraspor
-segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknaflokki
Að mínu mati væri frjáls sala áfengis í matvöruverslunum ekki framfaraspor fyrir íslenska þjóð. Tengsl milli áfengisvímu og skaða eru þó skýr og greinileg, sérstaklega hvað varðar ofbeldi, umferðarslys eða önnur slys, segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður um áfengisfrumvarpið.
„Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni mátti á árinu 2000 rekja 4% allra dauðsfalla og örorku í heiminum til áfengis („The Global Burden of Disease“). Áfengi reyndist því fimmti skaðlegasti áhættuþátturinn af 26 sem kannaðir voru. Áfengi veldur álíka miklu heilsutjóni og tóbak. Rannsóknir sýna að áfengisneysla muni aukast um ríflega 40% með því að afnema bann við áfengisauglýsingum og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, með tilheyrandi langvarandi heilsufarslegum vandamálum og sjúkdómum. Síðast en ekki síst tel ég frjálsa sölu ekki vera til hagsbóta fyrir neytendur, sérstaklega ekki í hinum dreifðari byggðum þar sem úrval mun minnka mikið og verð hækka. Þannig að þeir sem hafa haldið því fram að frjáls sala yrði til hagsbóta fyrir neytendur, stenst ekki, hvernig sem á málið er litið. Ég segi NEI!“