Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki flatur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu
Fimmtudagur 27. nóvember 2008 kl. 12:40

Ekki flatur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu

Tveir ráðherrar fullyrtu á Alþingi í morgun að ekki yrði flatur 10 prósenta niðurskurður í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir nýleg tilmæli fjármálaráðuneytis um að lækka útgjöld sem því nemur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón Bjarnason þingmaður Vinstri Grænna lýsti yfir áhyggjum, í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun, yfir ótryggri réttarstöðu fólks sem væri í óvissu á vinnumarkaði. Standa þyrfti vörðu um þessi réttindi. Nefndi hann sem dæmi að boðaður væri 10 prósenta niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sem hugsanlega myndi lenda á lækkun launa starfsmanna.

Þessu svaraði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og sagði að ekki yrði farið í flatan 10% niðurskurð. Það mál hefði aldrei verið rætt í ríkisstjórninni.

Helga Sigrún Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Suður kjördæmi beindi máli sínu til heilbrigðisráðherra og sagðist hún ekki alveg átta sig á því hvað átt væri við með bréfi frá fjármálaráðuneytinu um að öll ráðuneyti útfærðu tillögur um lækkun útgjalda sem næmu að minnsta kosti 10 prósent af veltu - heilbrigðisstofnanir væru fjársveltar nú þegar - en á samt tíma segði heilbrigðisráðherra að eingöngu væri um hugmyndir að ræða, auk þess sem hann hefði talað um sérhæfingu svonefndra kragasjúkrahúsa, sem eru heilbrigðisstofnanir í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sagði um tvö aðskilin mál að ræða og sagði mál tengd kragasjúkrahúsum snúast um að fá sem mesta þjónustu með þá fjármuni sem verið væri að vinna með. Marg oft hefði komið fram að ef dregið yrði úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu yrði það ekki gert með flötum niðurskurði. Þetta kemur fram á visir.is.