Ekki ferðafærir sakir ölvunar
För tveggja flugfarþega þurfti að stöðva nýverið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og færa þá á lögreglustöð þar sem þeir voru svo ölvaðir, að þeir voru ekki taldir ferðafærir. Sá fyrri hafði haft í hótunum við annan flugfarþega í verslun í Leifsstöð, auk annarrar slæmrar hegðunar.
Þegar lögreglumenn á Suðurnesjum komu á vettvang og vildi ræða við manninn, brást hann illa við. Í lögreglubifreið á leiðinni á lögreglustöð varð hann svo verulega æstur og illviðráðanlegur, svo kalla varð til liðsauka.
Hinn maðurinn var einnig færður á lögreglustöð vegna ölvunarástands síns.