Ekki farsæl byrjun segir fyrrum bæjarstjóri
Nýr meirihluti hafi brotið jafnréttisreglur.
„Hinn nýi meirihluti braut jafnréttisreglur með því að virða kynjakvóta að vettugi í skipan í nefndir. Hér er á ferðinni mikið baráttumál jafnréttissinna sem náði loks takmarki með breytingum á sveitarstjórnarlögum 2011,“ segir Árni Sigfússon, fyrrum bæjarstjóri, í aðsendri grein.
Árni bætir við að um sé að ræða mikið baráttumál jafnréttissinna sem hafi loks náð takmarki með breytingum á sveitarstjórnarlögum 2011. „Þar var framboðum gert að tryggja að þar sem tveir fulltrúar skyldu skipaðir í fagnefnd skyldu þeir vera að báðum kynjum og alltaf bæði kyn ef þrír væru skipaðir. Þessa nýju reglu braut hinn nýi meirihluti, m.a. í fræðsluráði.“
Þá hafi nýit frambjóðendur talað fyrir auknu jafnrétti í aðdraganda kosninga og framboðin þrjú, sem mynda nýjan meirihluta, lagt áherslu meira gagnsæi í stjórnsýslunni og sérstaklega lýðræðislegri vinnubrögð. „Það ágæta fólk sem situr nú í forsvari nýrra framboða hlýtur að vita og sjá að ákvörðun um að úthýsa Framsókn, þegar á sama tíma er boðað aukið lýðræði og aukið gagnsæi, er ekki farsæl byrjun,“ segir Árni.