Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki farið inn til Grindavíkur um helgina
Föstudagur 26. janúar 2024 kl. 14:48

Ekki farið inn til Grindavíkur um helgina

Þegar Grindavík mun opna fyrir íbúa, með takmörkunum þó, verður það vel kynnt íbúum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga þá stóðu vonir til að hægt væri að gera það núna um helgina. Nú er ljóst að vegna veðurs og tafa við mat á vegum og viðgerðum, sem veðrið hefur einnig áhrif á, verður ekki hægt að hleypa íbúum heim um helgina. Það sama á við um fyrirtæki í Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Áfram verður um helgina unnið hörðum höndum að því að skipuleggja framkvæmdina með það að markmiði að íbúar fái jöfn tækifæri til að huga að eignum sínum, athuga með skemmdir og sækja nauðsynjar. Þegar ljóst er með hvaða hætti skipulagið verður þá verður áætlunin birt með nokkurra daga fyrirvara svo íbúar geti skipulagt sig fram í tímann.

Almannavarnir vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur að upplýsa íbúa sem best og koma þannig t.d. í veg fyrir að raðir myndist við lokanapósta og tími og orka íbúa fari í annað en það sem skiptir mestu máli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024