Ekki enn vitað hverjir voru að verki
Enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra sem kveiktu varðeld við Rósaselsvötn á mánudag en talsverður sinueldur braust út í kjölfarið. Af ummerkjunum á svæðinu að dæma hafði verið gerð tilraun til þess að poppa poppkorn á eldinum en talið er ljóst að börn eða ungmenni hafi verið þarna á ferðinni.