Ekki dónalegt veður næstu daga
Í dag verður norðan og norðaustan 3-8 m/s og léttskýjað við Faxaflóa. Hiti 13 til 20 stig, segir Veðurstofa Íslands
Veðurhorfur á landinu
Norðan 8-13 m/s og lítilsháttar súld eða rigning A-til, en annars hægari og víða léttskýjað. Norðan 3-8 á morgun og dálítil væta á N- og A-landi, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti 15 til 20 stig SV-lands, en annars 10 til 15.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðlæg átt, 3-8 m/s og dálítil væta NA-lands, en annars bjart með köflum og stöku síðdegisskúrir. Hiti 15 til 20 stig SV-lands, en annars 10 til 15 stig.
Á mánudag:
Hægviðri og skýjað með köflum, en stöku síðdegisskúrir S-lands. Hiti 15 til 20 stig V-til, en heldur svalara fyrir austan.
Á þriðjudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða skúrir. Hiti 10 til 17 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Hæg suðvestlæg átt og bjart fyrir norðan, en annars skýjað með köflum og dáliltir skúrir. Fremur hlýtt veður.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með vætu S-lands.
Myndin er af vef norsku veðurstofunnar og er vel birtingarhæf! :)