Ekki dauður maður...
...en það vissu lögregla og sjúkraflutningamenn ekki fyrr en þeir komu á vettvang í eyðibýlinu Bæjarskeri í Sandgerði síðla á sunnudagskvöld. Tilkynning barst frá Neyðarlínunni um mann hangandi í snöru . Þegar að var komið reyndist vera um brúðu að ræða. Hún var skorin niður og er nú í góðu yfirlæti á Lögreglustöðinni í Keflavík.