Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 5. febrúar 2002 kl. 11:29

Ekki byggð magnesíumverksmiðja á næstunni

Lítið hefur farið fyrir Íslenska magnesíumfélaginu að undanförnu. Fyrir nokkru var haldinn aðalfundur í félaginu og komu samstarfsaðilar félagsins frá Ástralíu á fundinn.Ástralska magnesíumfélagið náði lokafjármögnun nú í nóvember fyrir 96.000 tonna verksmiðju í Queensland og eru framkvæmdir þar að hefjast. Framkvæmdir sem þessar eru mjög dýrar, og segir Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf að ekki verði af neinum framkvæmdum við verksmiðju hérlendis næsta árið að minnsta kosti. Hann segir að ástandið í heimsmarkaðsmálum sé þannig að ekki sé vogandi að fara út í neinar verksmiðjubyggingar, fyrr en ástandið hafi batnað og heimsverð hafi farið upp. Ástralska magnesíumfélagið á 40% í Íslenska magnesíumfélaginu og segir Júlíus Ástralina búa yfir tækninni sem nota þarf við bygginguna þegar þar að kemur. Markaðsverð á magnesíum er mjög lágt um þessar mundir og Kínverjar selja mikið á lágu verði, en stjórnendur Íslenska magnesíumfélagsins fylgjast vel með öllum breytingum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024