Ekki búið að borga fyrir HS Orku
Magma Energy er ekki búið að ganga frá greiðslu vegna kaupa á hlutabréfum í Geysi Green Energy, en lokagreiðsla átti að fara fram um síðustu mánaðamót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy Iceland ehf., segir að ástæðan sé m.a. tilkynning ríkisstjórnarinnar um að reynt verði að vinda ofan af sölunni á HS Orku.
52% hlutur Geysis Green í HS Orku kostaði um 16 milljarða. Greiðsluna átti að inna af hendi með yfirtöku skulda, peningum og hugsanlega hlutabréfum í Magma.
---
VFmynd/elg - Fulltrúar Magma og GGE kynntu viðskiptin með HS Orku snemma í vor. Ross Beaty, eigandi Magma, fyrir miðju.