Ekki búið að ákveða fund um varnarstöðina
Ekki er búið að ákveða hvenær fundur íslenskra og bandarískra embættismanna um framtíð varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli verður en til stóð að halda slíkan fund í janúar. Þetta kom fram hjá Davíð Oddssyni, utanríkisráðherra, á fundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær og greint var frá í netútgáfu Morgunblaðsins í dag.
Ákveðið var á fundi Davíðs og Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í nóvember að embættismenn komi saman í janúar og haldi viðræðum um varnarstöðina áfram. Gert hefur verið ráð fyrir því að á fundinum verði fjallað um kostnaðarskiptingu á milli landanna vegna Keflavíkurflugvallar. Einnig er gert ráð fyrir því að fulltrúar á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytisins komi að þeim viðræðum sem fram undan eru.
Davíð sagði í gær, að hann teldi að ástæða þess að ekki er búið að ákveða tímasetningar fundarins væri togstreita milli utanríkisráðuneytisins og varnarmálaráðuneytisins, sem ekki væri óþekkt þar í landi. Morgunblaðið greinir frá.
Ákveðið var á fundi Davíðs og Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í nóvember að embættismenn komi saman í janúar og haldi viðræðum um varnarstöðina áfram. Gert hefur verið ráð fyrir því að á fundinum verði fjallað um kostnaðarskiptingu á milli landanna vegna Keflavíkurflugvallar. Einnig er gert ráð fyrir því að fulltrúar á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytisins komi að þeim viðræðum sem fram undan eru.
Davíð sagði í gær, að hann teldi að ástæða þess að ekki er búið að ákveða tímasetningar fundarins væri togstreita milli utanríkisráðuneytisins og varnarmálaráðuneytisins, sem ekki væri óþekkt þar í landi. Morgunblaðið greinir frá.