Ekki búið að afskrifa álver í Helguvík
- Málið í biðstöðu
Ekki hefur verið hætt við álver Norðuráls í Helguvík líkt og greint var frá í fréttum í gær. Forstjóri Norðuráls, Ragnar Guðmundsson, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að móðurfélagið, Century Aluminium, hafi fært kostnað við það niður í skýrslu fyrir síðasta ársfjórðung síðasta árs. Það var gert í kjölfar niðurstöðu gerðardóms um orkusamning við HS Orku. Kostnaður við álverið var í skýrslunni lækkaður um 16 milljarða króna. Í Morgunblaðinu segir að framtíð bygginga Norðuráls í Helguvík muni ráðast af möguleikum á orku á samkeppnishæfu verði.