Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki brugðist við íbúafjölgun í fjárlögum
Föstudagur 23. nóvember 2018 kl. 10:08

Ekki brugðist við íbúafjölgun í fjárlögum

Ekki er brugðist við gríðarlegri fjölgun íbúa á Suðurnesjum í nýju fjárlagafrumvarpi með auknum fjárframlögum. Oddný Harðardóttir, alþingismaður, vekur athygli á þessu í fésbókarfærslu og segir þar:
 
„Íbúum Suðurnesja hefur fjölgað um 22% á þremur árum. Og hvað haldið þið? Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vg greiddu atkvæði gegn því í gær að við þessu yrði brugðist með auknum fjárframlögum. 
 
Hvernig á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að bregðast við þessu en rúmar 219 milljónir króna þarf til viðbótar bara til að stofnunin geti haldið sjó, 281 milljón ef vel ætti að vera. Þessu sýna stjórnarþingmenn engan skilning. 
 
Ég vona að þau verði krafin skýringa og þau skipti um skoðun fyrir þriðju umræðu fjárlaga. Hér er atkvæðaskýring mín (ein mínúta) við breytingartillögu Samfylkingarinnar um HSS og aðrar heilbrigðisstofnanir og á ljósaborðinu sést að tillagan var felld.“ 
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024