Ekki alvarlega slösuð
Stúlkan sem brenndist á andliti og höndum þegar hún varð fyrir raflosti úr spennistöð við Heiðarholt í Keflavík undir kvöld, mun ekki vera alvarlega slösuð. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins (mbl.is) verður stúlkan þó á sjúkrahúsi í nótt undir eftirliti lækna.
Mynd frá slysstað í kvöld. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson