EKKI ÁKVEÐIÐ HVORT TVÖFÖLDUN REYKJANESBRAUTAR VERÐI FRESTAÐ:
Tvöföldun framar á verkefnalistannKristján Pálsson (D), þingmaður Reykjaneskjördæmis, segir að umræður um frestun á framkvæmdum við Reykjanesbraut, séu aðeins bollaleggingar en ekki endanlegar niðurstöður. Hann gerir ráð fyrir að tillaga um vegaáætlun komi fyrir þingið í næsta mánuði, og að afgreiðslu málsins verði lokið fyrir áramót. „Tvöföldunin milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar er innná langtímaáætlun og engu hefur verið breytt hvað það varðar, en við erum að reyna að koma henni inná fjögurra ára áætlun, þ.e. framar á verkefnalistann heldur hún er í dag”, sagði Kristján Pálsson. Hann sagði frétt, sem nýlega birtist í dagblaðinu Degi, vera ranga þar sem haft var eftir honum að ákveðið hefði verið að fresta tvöföldun frá Mjódd suður í Garðabæ. Hið rétta er að búið er að tvöfalda þessa leið. Hins vegar hefur verið í umræðunni að fresta gerð á mislægum gatnamótum á Breiðholts- og Reykjanesbraut.Hætt við gerð ofanbyggðarvegarHafnfirðingar hafa hingað til krafist þess að Reyjanesbrautin væri ofan við byggðina, í svokölluðum ofanbyggðarvegi. Suðurnesjamenn hafa verið andvígir þessari leið, því hún yrði mun lengri og hærri en nú er. Hafnfirðingar eru nú fallnir frá þessari kröfu sinni og sættast á að Reykjanesbrautin liggi á sama stað og hún er nú, þó hún verði tvöfölduð. Krisján sagði að það þýddi reyndar verulegan umframkostnað, en það hefði engin áhrif á leiðina frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar. „ Ég vil einnig að það komi fram, til að forðast misskilning, að framkvæmdir frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar, eru séráætlaunarliður í fjárlögum. Reyjanesbrautinni er skipt í tvennt, annars vegar innan höfuðborgarsvæðisins og hins vegar sunnan höfuðborgarsvæðisins. Ég og aðrir þingmenn Reykjaneskjördæmis, munu leggja allt í sölurnar svo það náist að flýta tvöföldun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar”, sagði Kristján Pálsson.Eitt af fjölmörgum umferðarslysum á Reykjanesbrautinnivarð um helgina þegar ekið var á einn af ljósastaurunum á mótum Reykjanesbrautar og Vatnsleysustrandarvegar.