Ekki áberandi viðbúnaður í Varnarstöðinni
Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna 11. september var ekki áberandi í morgun. Umferð um hliðin inn á varnarsvæðið gekk tiltölulega vel fyrir sig. Minniháttar biðraðir mynduðust og starfsmaður á Keflavíkurflugvelli sem Víkurfréttir ræddu við í morgun sagði að ekki hafi verið hægt að merkja neitt annað en yfirvegun þeirra sem voru í aðalhliðinu. Meðfylgjandi mynd var tekin við hliðið kl. 08 í morgun.Öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lýst yfir hættuástandi vegna hugsanlegra hryðjuverka í tengslum við það að ár er liðið frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum. Yfirvöld telja mikla hættu á hryðjuverkum og verður allur viðbúnaður í samræmi við það. Farið er eftir sérstöku öryggiskerfi og hefur viðbúnaður verið færður yfir á næsthæsta stig.
Bandaríkjamenn fylgja öryggisáætlun þar sem mismunandi litir tákna mismunandi hættustig, þ.e. hversu mikil hættan á hryðjuverkum er talin vera. Fimm stig eru í áætluninni, grænn er lægsta stigið, þá kemur blár, svo gulur, appelsínugulur og rauður sem er hæsta stigið og þýðir bráða hættu. Hverju stigi fylgja ákveðnar aðgerðir yfirvalda. Í gær höfðu allar aðgerðir miðast við "gula stigið" en nú hafa yfirvöld í Bandaríkjunum lýst yfir "appelsínugulu stigi" og er því ljóst að mikil hætta er talin á ferð.
Varaforseti Bandaríkjanna, Dick Cheney, hefur verið látinn fara í felur af öryggisástæðum.
Bandaríkjamenn fylgja öryggisáætlun þar sem mismunandi litir tákna mismunandi hættustig, þ.e. hversu mikil hættan á hryðjuverkum er talin vera. Fimm stig eru í áætluninni, grænn er lægsta stigið, þá kemur blár, svo gulur, appelsínugulur og rauður sem er hæsta stigið og þýðir bráða hættu. Hverju stigi fylgja ákveðnar aðgerðir yfirvalda. Í gær höfðu allar aðgerðir miðast við "gula stigið" en nú hafa yfirvöld í Bandaríkjunum lýst yfir "appelsínugulu stigi" og er því ljóst að mikil hætta er talin á ferð.
Varaforseti Bandaríkjanna, Dick Cheney, hefur verið látinn fara í felur af öryggisástæðum.