Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki á borðinu að hefja orkuvinnslu
Þriðjudagur 11. mars 2008 kl. 09:26

Ekki á borðinu að hefja orkuvinnslu

Ekki er á borðinu að hefja orkuvinnslu á vegum Suðurlinda ohf. en það hefur ekki verið útilokað af sveitarfélögunum sem að því standa. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag.

Að sögn Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, er ekki ætlunin með stofnun Suðurlinda ohf. að hefja orkuvinnslu í nafni félagsins. „Um það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun enda ekki stofnað til félagsins á þeim nótum,“ sagði Lúðvík. Aðspurður sagðist Lúðvík ekki geta aftekið að félagið hafi eitthvað með nýtingu orkulinda að gera í framtíðinni en um það hefði ekki verið tekin nein ákvörðun á þessu stigi. Hann benti á að þegar félagið hefði verið stofnað hefði ekki verið búið að leggja fram orkulagafrumvarp iðnaðarráðherra sem er nú til afgreiðslu á Alþingi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Suðurlindir ohf. var stofnað í desember síðastliðnum og samkvæmt samþykktum félagsins er tilgangur þess að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar og Voga og íbúa þeirra varðandi náttúruauðlindir í landi sveitarfélaganna við Trölladyngju, Sandfell og Krýsuvík, m.a. mögulega nýtingu jarðvarma, eignar og nýtingarétt hvers sveitarfélags fyrir sig. Lúðvík benti á að staða sveitarfélaganna, sem standa að Suðurlindum væri mismunandi vegna þess að Hafnarfjörður á talsverðar auðlindir í sinni lögsögu. Vogar og Grindavík eiga hins vegar lítið af því landi sem hér um ræðir en hafa hins vegar talsverðan rétt þegar kemur að skipulagsmálum.


www.vb.is