Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 21. janúar 1999 kl. 15:14

EKKERT VERIÐ AÐ BIÐLA TIL GARÐMANNA

Ekkert verið að biðla til Garðmanna „Skýrslan er að mörgu leiti góð en hún er bara hálfunnin“, sagði Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði eftir borgarafund í Garði þar sem kynnt var niðurstaða skýrslu VSÓ. Sigurður Valur sagði að nú myndu bæjarstjórnarmenn í Sandgerði gefa sér tíma og fara yfir innihald skýrslunnar. Bæjarstjórinn í Sandgerði fékk drög að skýrslunni meðan hún var enn í vinnslu en þau voru trúnaðarmál sem ekki mátti kynna fyrir bæjarfulltrúum. Sigurður Valur sagðist ekki hafa getað gert þær athugasemdir sem hann vildi, án samráðs við sína umbjóðendur, bæjarstjórn Sandgerðisbæjar. Sigurður Valur gat tekið undir að Gerðahreppur væri vel rekið sveitarfélag. Hann benti hins vegar á að þar væri einungis haldið í horfinu og ekki mikið fé til framkævmda. Sandgerðisbær væri t.a.m. búinn að einsetja grunnskólann, aðeins vantaði eina deild til viðbótar við leikskólann, verið væri að útbúa félagsmiðstöð fyrir unglinga í Reynisheimilinu, endurbygging gatna væri komin af stað, endurnýjun vatnsveitu og nú væri verið að ljúka þriðjungi af þeirri stórframkvæmd sem fráveitumál eru í Sandgerði. Þá hefur mikið varið lagt í umhverfismál. Sigurður Valur sagði að það væri ljóst að Sandgerðisbær hefði aukið skuldir en það endurspeglist í aukinni þjónustu við bæjarbúa. Tekjur Sandgerðisbæjar hafa einnig verið aukast ár frá ári og eru tekjur á hvern íbúa mestar í Sandgerði af sveitarfélögunum þremur sem borin eru saman í skýrslunni. Aðspurður sagði Sigurður Valur sameiningarmál ekkert hafa verið rædd innan bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar og þar á bæ sé ekkert verið að biðla til Garðmanna. Gerðahreppur sé hins vegar að skoða kosti og galla sameiningar og þeir verði því að hafa réttar forsendur, sem séu ekki í skýrslu VSÓ. Áhyggjur af skuldum Í dag skuldar Gerðahreppur 200 milljónir króna. Fram komu áhyggjur hreppsbúa með vaxandi skuldastöðu sveitarfélagsins. Leikskóli og einsetning skólans dýr Nýr leikskóli er í byggingu og er reiknað með að hann muni fullbúinn kosta sveitarsjóð 50 milljónir króna. Einsetja þarf Gerðaskóla. Þar þarf að byggja fjórar nýjar stofur, sal og fleira og kostnaður við það er 100 milljónir og fást 20 milljórir úr jöfnunarsjóði til þeirrar framkvæmdar. Þá þarf að leysa húsnæðismál tónlistarskóla. Fráveitumál rándýr Úrbætur þarf að gera í vatnsveitumálum sem mun kosta tugi milljóna. Þá er stærsta verkefnið fráveitumál byggðarlagsins. Þar er um að ræða mjög umfangsmikið verk sem erfitt er að sjá kvað muni kosta. Þar er þó verið að tala um hundruði milljóna. Jafn stórt og Njarðvík Það kom fram á borgarafundinum að með sameiningu Garðs og Sandgerðis verði til sveitarfélag með um 2500 íbúum sem er í raun jafn stórt sveitarfélag og Njarðvíkurbær var fyrir sameiningu við Keflavík. Njarðvíkingar sáu sér hag í sameiningu við Keflavík. „Skiptir ekki máli hvar ég bý“ Finnbogi Björnsson sveitarstjórnarmaður í Garði flutti mikla tölu á fundinum þar sem hann sagði ekki skipta máli hvar hann byggi. Hann sagði Gerðahrepp ekki vera í góðum málum ef ekki væri jöfnunarsjóður sveitarfélaga. Hann taldi upp ýmsa liði sem þarf að taka á á allra næstu árum. Hann sagðist ekki sjá neinn vaxtarbrodd í atvinnulífinu innan byggðarlagsins og það væri í raun framtíð Gerðahrepps að safna skuldum og hann gæti ekki fjármagnað verkefnin sjálfur. „Ég sé ekki borð fyrir báru“, sagði Finnbogi á fundinum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024