Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert tilboð barst í viðhald Stóru-Vogaskóla
Fimmtudagur 9. júní 2016 kl. 10:45

Ekkert tilboð barst í viðhald Stóru-Vogaskóla

Sveitarfélagið Vogar fékk ekkert tilboð í klæðningu utanhúss á hluta skólahúsnæðis Stóru-Vogaskóla. Einn aðili hyggst þó senda inn verð og miða við áfangaskiptingu verksins. Þetta kemur fram í gögnum bæjarráðs Voga sem fundaði í gær.

Á fundinum var lögð fram úttekt Karls Frímannssonar ráðgjafa á húsnæðismálum grunnskólans. Bæjarráð samþykkti að færanleg kennslustofa við leikskólann (Staðarborg) verði flutt á lóð grunnskólans fyrir upphaf næsta skólaárs, og nýtt í starfsemi grunnskólans frá og með næsta skólaári.

Bæjarráð Voga lagði jafnframt til að áfram verði unnið að frekari skoðun á húsnæðisþörf grunnskólans m.t.t. framtíðarþróunar skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024