Ekkert spurst til landnámshæna
	Ekkert hefur enn spurst til 26 landnámshæna, sem stolið var úr hænsnakofa í hesthúsahverfinu við Hópsheiði í Grindavík í fyrrakvöld. Lögreglan, hefur ekki fengið neinar vísbendingar, enn sem komið er, en það ætti að vekja athygli ef einhver hefur skyndilega komið sér upp svo myndarlegum hænsnahópi á einni nóttu.
	
Landnámshænurnar eru líka óvenju skrautlegar á litinn og skera sig úr hvítu hænunum, sem eru ríkjandi hér á landi, að sögn Vísis.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				