Ekkert skilti fyrir Sandgerðinga
Ekki er gert ráð fyrir að unglingar sem hyggjast „húkka“ sér far á stoppistöðinni ofan Grófarinnar í Keflavík þurfi að fara í Sandgerði. Á tveimur skiltum sem standa á stoppistöðinni er gert ráð fyrir að unglingar þurfi að fara í Garðinn, í hesthúsin á Mánagrund, á golfvöllinn og á öðru skiltanna stendur Annað. Er þá gert ráð fyrir að unglingarnir standi við það skilti sem við á. Aðili sem hafði samband við Víkurfréttir sagði að það væri til skammar að ekki væri gert ráð fyrir Sandgerði á þessum skiltum.
Myndin: Á skiltunum við stoppistöðina í Grófinni er ekki gert ráð fyrir að krakkar þurfi að komast í Sandgerði. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.