Ekkert sjóveður í dag - smábátaflotinn í höfn
Það viðrar ekki til sjósókar í dag og á það við um landið allt. Smábátaflotinn var því í höfn í Sandgerði eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var um miðjan dag í eftirlitsflugi með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Á neðri myndinni er Sóley Sigurjóns GK við norðurgarðinn í Sandgerði en fyrir rétt rúmum tveimur árum, 4. júní 2009, strandaði skipið í innsiglingunni til Sandgerðis. Við björgun togarans varð óhapp þegar hafnsögubáturinn Auðunn hvolfdi. Mannbjörg varð.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson