Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert sem bendir til tengsla á milli skjálfta við Grindavík og á Reykjanesi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 17. febrúar 2020 kl. 16:56

Ekkert sem bendir til tengsla á milli skjálfta við Grindavík og á Reykjanesi

Eins og við greindum frá fyrr í dag er aukin skjálftavirkni á Reykjanesi á sama tíma og aðeins hefur dregið úr virkninni við Grindavík. Á samfélagsmiðlum hefur því verið velt upp hvort tengsl séu á milli virkni vestan við Þorbjörn og skjálftanna á Reykjanestá. Víkurfréttir leituðu til náttúruvársérfræðæinga á Veðurstofu Íslands.

„Í augnablikinu er ekkert sem bendir til þess að skjálftarnir á Reykjanestá séu beintengdir atburðunum við Grindavík. Hins vegar er ekki hægt að útiloka það,“ segir Hulda Rós, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„GPS mælar sýna enga óeðlilega færslu við Reykjanestá eins og er, svo þetta virðist vera „venjuleg“ skjálftahrina eins og af og til verða á þessu svæði,“ segir Hulda Rós jafnframt.