Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert óvenjulegt segir Varnarliðið
Mánudagur 12. janúar 2004 kl. 10:07

Ekkert óvenjulegt segir Varnarliðið

Engin eldsneytisvél er nú á Keflavíkurflugvelli á vegum bandaríska varnarliðsins og hafa spurningar vaknað um öryggismál og möguleika þyrlusveita til að halda á haf út. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, segir að um sé að ræða eina vél sem sé reglulega skipt út.
"Þessar vélar koma og fara eftir því sem þær eru tiltækar, en þær eru fáar og afar eftirsóttar. Ég bendi á að svona eldsneytisvélar eru einnig staðsettar á Bretlandseyjum þannig að ef okkar björgunarþyrlur þurfa að fara eitthvað langt þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að þær mætist á leiðinni. Það hefur oft verið gert." Fréttablaðið greindi frá þessu.

 

Boeing 707 eldsneytisvél lendir í Keflavík. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024