Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert neðanjarðarbyrgi – allt í plati
Fimmtudagur 2. apríl 2009 kl. 09:04

Ekkert neðanjarðarbyrgi – allt í plati


Aprílgabb Víkurfrétta hér á vefnum í gær vakti mikla athygli en þar sagði frá gríðarstóru neðanjarðarbyrgi sem átti að hafa fundist á gamla varnarsvæðinu. Um 9 þúsund manns lásu fréttina. Fjölmargir höfðu samband við Kadeco vegna málsins en við fengum Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóra félagsins í lið með okkur sem og Friðþór Eydal, sem var upplýsingafulltrúi Varnarliðsins til margra ára.
Til að gera söguna meira sannfærandi var Kjartan „fótósjoppaður“ inn í myndir sem við fundum á netinu. Önnur myndin var frá Írak og hin myndin var af neðanjarðarbyrgi frá seinni heimsstyrjöldinni. Síðan fylgdi með mynd af eldhúsi og afstöðumynd af svæðinu.

Að sjálfsögðu átti svo þetta nýfundna neðanjarðarbyrgi að vera til sýnis í gær fyrir almenning í tilefni af opnun sýningarinnar Völlurinn.

Aprílgabbið má sjá hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024