Ekkert messuhald að Útskálum um hátíðirnar
Messuhald í Útskálakirkju fellur niður um þessi jól þar sem umfangsmiklum breytingum sem nú standa yfir á kirkjunni er ekki lokið enn. Í frétt á heimasíðu Garðs segir að viðgerðir hafi verið meiri en gert var ráð fyrir.
Bæjarbúum er bent á eftirfarandi guðþjónustur sem fólk getur sótt um hátíðirnar:
Aðfangadagur 24. des. Hvalsneskirkja kl. 18:00
Aðfangadagur 24.des safnaðarheimilið Sandgerði kl. 23:30
Jóladagur 25.des. Hvalsneskirkja kl. 14:00
Jóladagur 25.des. Garðvangur kl. 15:30
Gamlársdagur 31. des. safnaðarheimilið Sandgerði kl. 18:00