Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert lát á jarðskjálftum við Fagradalsfjall
Upptök jarðskjálfta síðasta sólarhringinn. Mynd af Skjálfta-Lísu.
Laugardagur 27. febrúar 2021 kl. 14:12

Ekkert lát á jarðskjálftum við Fagradalsfjall

Frá miðnætti hafa mælst yfir 1100 skjálftar, stærsti skjálftinn mældist 5,2 að stærð kl. 08:07 í morgun og fannst hann vel á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu, austur á Skóga og norður í Hrútafjörð. Mínutu síðar mældist skjálfti af stærð 3,9. Tuttugu og sex jarðskjálftar yfir 3,0 að stærð hafa þar að auki mælst frá því stóri skjálftinn var í morgun.

Virknin er aðalega bundin við svæði um 2 km NA við Fagradalsfjall og eftir M5,2 skjálftann í morgun virðist virknin hafa færst við SV horn Fagradalsfjalls og er það líklegast vegna spennubreytinga í kjölfar skjálftans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Búast má við því að jarðskjálftavirkni haldi áfram næstu daga.